Fjármögnun vegaframkvæmda og forgangsröðum í samgöngumálum hefur löngum verið bitbein í íslenskri pólítik. Í gær var sagt frá því að meirihluti samgöngunefndar vill breyta samgönguáætlun og taka upp veggjöld um allt land og gjöldin rynnu þá til vegagerðar. Samgönguráðherra sagði flesta vera þeirrar skoðunar og enga hefði hann heyrt vera andsnúinn hugmyndum sem unnið hefði verið að með nefndinni síðustu vikurnar. Í stjórnarandstöðunni er talað um fljótfærni og að keyra eigi svo stórt mál í gegn.
Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda og Jón Gunnarsson starfandi formaður samgöngunefndar Alþingis ræddu um innheimtu veggjalda. Runólfi líst illa á innheimtuna, alls konar kostnaður bætist við og svo sé alltaf óvíst hvernig gjöldin skili sér til vegagerðarinnar. Honum finnst sem málið sé rekið áfram af offorsi og þurfi frekari umræðu.
Jón segir þetta hafa lengi verið í deiglunni og allt sem hægt sé að gera til að sporna við slysum og bæta samgöngur sé til góðs. Meirihluti þjóðarinnar hafi sagst á móti Hvalfjarðargöngum á sínum tíma og jafnvel líst því yfir að hann myndi aldrei fara þar um en annað hafi komið á daginn.