Innflutningsfyrirtæki vildu flytja inn sjöfalt meira af landbúnaðarvörum en í boði var í síðasta kvótaútboði. Þrjú fyrirtæki ætla að höfða mál gegn ríkinu vegna þess hve dýr kvótinn er.
Um miðjan þennan mánuð var auglýst eftir tilboðum í tollkvóta til að flytja inn landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu á næsta ári.
Landbúnaðarráðuneytið auglýsti nákvæmlega sama magn af tollfrjálsum innflutningi í ár og auglýst hefur verið síðustu sjö ár. Samkvæmt tölum frá Félagi atvinnurekenda, var eftirspurnin hins vegar margföld. Eftirspurn eftir tollkvóta fyrir svínakjöt fimmfalt meiri en framboð; og sjöfalt meira þegar kom að nautakjöti, alifuglakjöti, og eldaðri kjötvöru.
Í auglýsingu ráðuneytisins er vísað í 19. grein EES-samningsins, þar sem segir að halda skuli áfram viðleitni sinni til að auka smám saman frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarafurðir."En jafnvel þótt fyrirtæki fái kvóta til að flytja inn án tolls, þarf að greiða fyrir tollkvótann.
„Við sjáum það núna að eftirspurnin eftir því að flytja inn landbúnaðarvörur er margföld á við það sem þessir kvótar heimila. Það þýðir að þegar þeir eru boðnir upp, að þeir fara á háu verði, sem slagar upp í almenna tllinn og þá er ávinningu neytenda í raun og veru enginn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri atvinnurekanda.