Boltaíþróttin tchoukball, sem mætti kalla tchoukbolta á Íslensku, er vinsæl víða um heim en hefur ekki enn náð fótfestu hér á landi – nema á Reyðarfirði. Þar læra flestir krakkar tchoukbolta í skólanum og íþróttafélagið Drengur býður upp á æfingar tvisvar í viku.

Það er íþróttakennarinn Anna Maria Skrodzka sem er guðmóðir tchoukboltans á Reyðarfirði. „Ég fer oft á netið að leita að skemmtilegu efni sem ég get notað í kennslu og þar rakst ég á tchoukball. Og þegar ég var búin að skoða reglurnar sá ég að þetta væri leikur sem hentaði öllum,“ segir Anna Maria.

Landinn fór á tchoukboltaæfingu á Reyðarfirði. Þáttinn í heild er hægt að sjá hér.