Tæmdu tankana á tveimur rútum

Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink  -  RÚV
Eldsneytisþjófar tæmdu tanka tveggja rútna sem stóðu við Eldshöfða í Reykjavík í nótt. Þjófnaðurinn uppgötvaðist í morgun og var tilkynntur til lögreglu á tíunda tímanum.

Alls höfðu þjófarnir á brott með sér 300 lítra af eldsneyti, segir í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Að sögn lögreglu hefur ekki verið mikið um eldsneytisþjófnað upp á síðkastið. Þetta komi þó upp öðru hverju að eldsneyti sé stolið úr vinnuvélum og öðrum stórum bílum.

Málið er í rannsókn.  
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV