Svona æfa menn skíðafimi í snjóleysi

epa04661963 Andri Ragettli of Switzerland  competes during the Men's Freeski Slopestyle World Cup at Corvatsch mountain in Silvaplana, Switzerland, 14 March 2015.  EPA/GIAN EHRENZELLER
 Mynd:  -  EPA
Skíðafimi (e. freestyle ski) er ein þeirra íþrótta sem keppt verður í á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í febrúar. Í íþróttinni leika keppendur listir sínar á skíðum, en í snjóleysi þarf að hugsa aðeins út fyrir rammann hvernig fólk háttar æfingum sínum.

Svisslendingurinn Andri Ragettli sem endaði í 6. sæti í skíðafimi á HM fyrr á þessu ári birti skemmtilegt myndskeið á facebook í vikunni. Þar sýnir hann hvernig hann æfir jafnvægi, stökk og alls kyns æfingar í leikfimissal án snjós og skíða.

Keppni í heimsbikarnum í hinum ýmsu vetraríþróttum er á næsta leiti. Stærsta mót keppnistímabilsins er þó klárlega vetrarólympíuleikarnir í Pyeongchang. Ólympíuleikarnir hefjast 9. febrúar og lýkur 25. febrúar. RÚV mun sýna frá leikunum á meðan þeir standa yfir.

Mynd með færslu
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
íþróttafréttamaður