Svakalegur skurðpunktur há- og lágmenningar

Kastljós
 · 
Menningin
 · 
Popptónlist
 · 
Sjónvarp
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni

Svakalegur skurðpunktur há- og lágmenningar

Kastljós
 · 
Menningin
 · 
Popptónlist
 · 
Sjónvarp
 · 
Tónlist
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
05.01.2017 - 13:05.Bergsteinn Sigurðsson.Menningin, .Kastljós
„Mér finnst þetta vera listaverk hinna mörgu miðla,“ segir Bergur Ebbi Benediktsson um listaverkið sem breytti lífi sínu, lagið Je suis venu te dire que je m'en vais með franska tónlistarmanninum Serge Gainsbourg.

„Það er rosa mikil áferð í þessu lagi, hann leggur mikið upp úr stíl og lúkki, eins og við getum séð í upptökum af þessu lagi, sem er ekki síður gaman að skoða, eins og að hlusta á lagið af plötunni,“ heldur hann áfram. 

Bergur Ebbi rifjar upp að Gainsbourg var vinsæll gestur í frönsku sjónvarpi á 9. áratugnum og gekk þá oft fram af fólki og hneykslaði.  

„Þegar leið á 9. áratuginn var hann orðinn frekar alkóhólseraður dónakall í hugum margra. En hann var samt elskaður svo mikið af frönsku þjóðinni að í sjónvarpsþætti árið 1988 sá þáttastjórnandinn ástæðu til að gleðja Gainsbourg gamla.“

Fenginn var drengjakór og klæddur upp í gervi Gainsbourg, ungir strákar með sígarettu og viskíglas í hönd, og sungu þeir Je suis venu te dire que je m'en vais með breyttum texta, þar sem þeir lýstu aðdáun sinni á tónlistarmanninum. 

„Þetta er einhver svakalegasti skurðarpunktur á há- og lágmenningu sem hefur verið festur á filmu. Þetta sýnir líka dýptina á því sem er hægt að gera í sjónvarpi, þetta sýnir dýptina í samfélagi, hvernig einhver persóna getur spannað þetta mikla svið frá því að vera í hámenningu og lámenningu og farið svona svakalega inn í þjóðarsál einhvers lands.“