Tónlistarfólk úr öllum áttum kom saman í Smáralind í dag og söng lagið Heyr himna smiður, til að mótmæla niðurskurði á RÚV.

Athæfið vakti mikla athygli en um svokallað „Flashmob“ var að ræða. Þá kemur hópur fólks saman á fjölförnum stað til að framkvæmda gjörning og heldur síðan sína leið að honum loknum. Hópurinn kom fram sem ein heild en margir kórsöngvarar voru meðal þátttakenda. Í hvatningu til kórfélaga kom fram að um einkonar flashmob með útfararblæ væri að ræða.