Í fimmta pistli sínum um töfraheima tungumála fór Ragnheiður Gyða Jónsdóttir með hlustendur í ferðalag til Englands á tímum Ríkharðs ljónshjarta, Rómarborgar og Nílarbakka, svo einhver dæmi séu nefnd. Hér má hlusta á pistilinn úr Víðsjá á Rás 1.
Íslendingar þekkja vel til þess þegar nágrannar manns nefna hlutina stundum öðrum nöfnum en maður sjálfur. Í þessum pistli Ragnheiðar Gyðu Jónsdóttur segir meðal annars:
Ekki þurfa Íslendingar að hafa þungar áhyggjur af svona nokkru, þó eru spennur gjarnan spýlur eystra, hjólin undir bílum Akeyringa púnktera frekar en springa, borðtuska hér syðra er borðrýja eða borðdrusla við Eyjafjörð, appelsínur eru hlutaðar í báta, lauf, geira og jafnvel fleður. Sumir skræla kartöflur, aðrir skralla þær, svo ekki sé talað um pulsur og pylsur. Kókdós eða kókbaukur er víst svokölluð flökkusaga en góð og svona mætti lengi telja meðal okkar eyjarskeggja.
Hér að ofan má heyra pistilinn allan, en þar ber meðal annars forna tungu íbúa Nílardals og mið-ensku á tímum Chauchers á góma.