Tuttugu stuðningsmönnum frá hverri þátttökuþjóð var boðið til Katar af stjórnvöldum þar í landi til að fylgja sínum liðum á heimsmeistaramótið í handbolta.

Ísland var þar enginn undantekning og bláklæddir stuðningsmenn Íslands voru í góðum gír fyrir leikinn gegn Svíþjóð í Doha í gær. Ósagt skal látið hvernig stemningin var eftir leikinn en Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson rakst á einn helsta stuðningsmann Íslands í gegnum árin, Einar Guðlaugsson, oft kallaður "Riffillinn," sem er mættur til Doha ásamt dóttur sinni.