Steingrímsfjarðarheiði lokað vegna ófærðar

10.05.2017 - 13:36
Mynd með færslu
 Mynd: Halla Ólafsdóttir  -  RÚV
Nokkrum bílum og stórum sendibíl hlekktist á í vonskuveðri og slæmri færð á Steingrímsfjarðarheiði og hefur henni því verið lokað. Lögreglu hefur þó ekki borist nein tilkynning um atvikin, en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni lentu bílstjórarnir í vandræðum vegna krapa sem erfitt er að ráða við. Einn bíll situr fastur á heiðinni og veginum hefur verið lokað vegna ófærðar. Alls óvíst er hvenær hægt verður að opna veginn aftur.
Rögnvaldur Már Helgason
Fréttastofa RÚV