Solberg ósátt við innflytjendaráðherrann

10.08.2017 - 11:07
epa04930721 Erna Solberg, Norwegian Prime Minister and leader of The Conservative Party ('Hoyre' in Norwegian) speaks in Oslo, Norway, 14 September 2015, after the regional elections in Norway.  EPA/HEIKO JUNGE NORWAY OUT
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.  Mynd: EPA  -  NTB SCANPIX
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, er ósátt við málflutning Sylviar Listhaug innflytjendamálaráðherra. Listhaug sakaði þingmann Kristilega þjóðarflokksins um að sleikja upp múslimaleiðtoga í Noregi í stað þess að bjóða umdeildum skoðunum þeirra byrginn. Solberg segir að svona orðræða eigi ekki heima í norskum stjórnmálum.

Reglur um innflytjendur hafa verið hertar mjög í Noregi síðustu ár, ekki síst fyrir tilstilli Listhaug og samflokksmanna hennar í Framfaraflokknum. Listhaug hreykir sér af því að norsk stjórnvöld hafi í ár vísað fleiri hælisleitendum úr landi en nemur fjölda þeirra sem sótt hafa um hæli. Hún sakaði Knut Arild Hareide, þingmann Kristilega þjóðarflokksins, um að sleikja múslimaleiðtoga í landinu upp eftir hryggnum í stað þess að mótmæla orðræðu þeirra sem hafa skoðanir sem teljist umdeildar í Noregi. 

Solberg stokkaði upp í ríkisstjórn sinni 2015 og stofnaði nýtt ráðuneytið, ráðuneyti innflytjendamála. Síðan hefur hún talað fyrir breyttri orðræðu í garð innflytjenda. Hún segir að Listhaug hafi farið yfir strikið með ummælum sínum.  

 

 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV