Við ættum að geta talað íslensku við tækin okkar innan nokkurra ára, segir forstöðumaður gerivgreindarseturs. En svo það verði að veruleika þurfa allir að leggja hönd á plóg.

Gervigreindarhátíð var haldin í Háskólanum Reykjavík í dag. Þar voru sérfræðingar frá helstu tæknirisum heims og staða íslenskunnar í tæknivæddum heimi var til umræðu. Linne Ha, sérfræðingur hjá Google AI, segir að búið sé að leysa skilningsþáttinn til að geta greint tungumálið. „Nú viljum við vinna í talgervingunni til að geta talað tungumálið. Við viljum allt heila klabbið, talgreiningu, talgervingu og úrvinnslu tungumálsins. Eitt fyrirtæki getur ekki leyst úr þessu, heldur þurfa allir að taka þátt. Þar á meðal þetta góða fólk hérna,“ segir hún.

Jón Guðnason, forstöðumaður gervigreindarseturs HR, segir að engin ljón séu í veginum varðandi íslenskuna en að vissulega þurfi að bretta upp ermar og gera hlutina. „Almennt séð ég trúi að þetta verði komið bara mjög útbreitt í notkun næstu svona þrjú, fjögur árin kannski.“