Slasaðist á fæti við Eldborg

05.08.2017 - 13:44
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ferðamaður slasaðist á fæti við Eldborg á Snæfellsnesi um klukkan eitt í dag. Björgunarsveitir voru kallaðar út, því maðurinn getur ekki gengið og því þarf aðstoð við að koma honum í sjúkrabíl. Um þriggja kílómetra gangur er frá slysstað og að næsta vegi. Björgunarsveitir á Vesturlandi eru á leiðinni á staðinn og björgunarsveitarmenn sem voru í grenndinni eru að nálgast vettvang.
Mynd með færslu
Birkir Blær Ingólfsson
Fréttastofa RÚV