Skyndibitinn sendur heim með póstinum

04.04.2017 - 06:36
epa05191902 An undated handout combo picture made available by New Zealand's Government on 03 March 2016 shows the Silver Fern Flag (L) and the current New Zealand flag (R) designs. New Zealand on 03 March 2016 began the final vote on whether to
 Mynd: EPA  -  NEW ZEALAND GOVERNMENT
Póstþjónustan í Nýja-Sjálandi hugsar út fyrir kassann í tilraun til að stemma stigu við minnkandi tekjum. Fyrirtækið er byrjað að senda mat frá skyndibitakeðjunni Kentucky Fried Chicken heim að dyrum.

Sífellt færri viðskiptavinir nýta þjónustu póstsins í Nýja-Sjálandi og var því farið af stað með þessa tilraun. Íbúar Tauranga eru meðal þeirra fyrstu sem njóta góðs af hugmyndaauðgi starfsmanna póstsins, en stefnt er að því að vinna með KFC í um helmingi borga Nýja-Sjálands. 

Mike Stewart, talsmaður póstþjónustunnar, segir fyrirtækið hafa þurft að leita lausna til þess að halda rekstri áfram. Bréfasendingum fer sífellt fækkandi, og segir Stewart að póstþjónustur um allan heim hugsi hvað þær eigi að gera þegar bréfsendingar hverfa. Hann segir lausnina að útvíkka verði starfsemina. Pósturinn hafi gert tilraunir með sendlaþjónustu fyrir heilbrigðisgeirann og verktakageirann, og nú skyndibitageirann. 30 starfsmenn voru ráðnir fyrir skyndibitatilraunina, flestir þeirra eru nemar eða fólk á eftirlaunum. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV