Skáldsagan Rútan eftir Eugeniu Almeida segir frá því hvað gerist þegar rútan hættir skyndilega að stoppa í þorpinu og enginn kemst þangað né þaðan. Rútan kom upphaflega út fyrir tíu árum, bókin vakti mikla athygli og var strax þýdd yfir á allmörg tungumál. Nú er Rútan komin út hjá bókaútgáfunni Sölku í íslenskri þýðingu Guðrúnar Harðardóttur . Guðrúnar Harðardóttir bjó um hríð í Argentínu. Guðrún er getur þáttarins og segir frá skáldsögunni Rútunni eftir Eugeniu Almeida.

Innilokun, misvísandi upplýsingar og blátt bann við því að tala um hlutina kyndir undir hvers kyns getsagnir og óöryggi. Saga Argentínu á 20. öldinni  einkennist af breytilegum ógnarstjórnum sem kostuðu tugi þúsunda óbreyttra borgara lífið. Í skáldsögunni Rútan segir argentíska rithöfundurinn Eugenia Almeida frá því hvernig krumla herforingjastjórnarinnar teygir sig til afskekktustu þorpa þessa víðfeðma og ríka lands og hvaða áhrif það hefur á hegðan fólks og samskipti.