Skúrkar

11.04.2017 - 20:30
Dagur Hjartarson veltir fyrir sér sjálfsmynd Marðar Valgarðssonar.

Mörður Valgarðsson, vondi kallinn í Njálu, er oft talinn einn mesti skíthæll Íslandssögunnar. Frægt er þegar Mörður vingast við Njálssyni bara til að plata þá til að drepa Höskuld Hvítanessgoða, fósturson pabba þeirra. Mörður tekur þátt í víginu en fer seinna með votta að líkinu og tilkynnir hver beri ábyrgð á hverju sári nema því sem hann veitti Höskuldi.

Svo fer allt til fjandans og að lokum eru Njáll og hans fólk brennt inni, í Njálsbrennu. En ég velti því fyrir mér hvort Mörður hafi litið á sjálfan sig sem svikara en einfaldlega fundist hann vera að gera baksamninga.

„Guð blessi Ísland.“ Það voru lokaorð í annarri Íslendingasögu en mig langar að enda þennan pistil á orðunum sem Höskuldur mælir þegar Skarphéðinn Njálsson heggur hann í herðar niður. Hann segir: „Guð hjálpi mér en fyrirgefi yður.“

Mynd með færslu
Bergsteinn Sigurðsson
dagskrárgerðarmaður
Menningin
Kastljós