Flokkur heimilanna, sem var gagngert stofnaður til að leysa skuldavanda heimilanna, vill að sett verið lög um að flýta öllum dómsmálum sem snúast um lögmæti bæði gengistryggðra- og verðtryggðra lána.
Þegar niðurstaða dómsmálanna liggur fyrir vill flokkurinn taka á skuldalækkunum ásamt öðrum úrræðum fyrir þá sem tóku verðtryggð lán. Flokkurinn vill líka stöðva öll uppboð á eignum og yfirtöku heimila. Einnig að bætur verði greiddar til þeirra sem hafa misst eignir og heimili sín með ólögmættum hætti.
Regnboginn, nýr flokkur, telur að endurskoðun verðtryggingar og lækkun verðbólgu og vaxtakostnaðar sé forgangsverkefni næsta kjörtímabils. Flokkurinn leggur einnig ofuráherslu á umhverfismál og að sjálfbærni verði að vera grunntónninn í öllum umhverfismálum.
Rætt var við Vilhjálm Bjarnason frá Flokki heimilanna og Atla Gíslason frá Regnboganaum í Speglinum.