Skothríð á götum úti í Kinshasa

07.08.2017 - 14:50
Mynd með færslu
Lögreglumenn við eftirlit í Kinshasa.  Mynd: ASSOCIATED PRESS  -  AP
Tólf voru skotnir til bana í dag á götum úti í Kinshasa, höfuðborg Austur-Kongó. Talsmaður ríkislögreglu landsins rauf útsendingu sjónvarpsins til að koma boðum til fólks um ástandið. Að hans sögn urðu tveir lögreglumenn fyrir skotum og særðust alvarlega. Skothríð hefur kveðið við í Kinshasa í dag, þar á meðal í grennd við fangelsi borgarinnar, þaðan sem yfir fjögur þúsund fangar sluppu í maí síðastliðnum.
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV