Annie Ling ljósmyndari frá Kanada, segir stöðu einstæðra Íslandi vera einstaka, og því vill hún frekar kalla sýningu sína í Þjóðminjasafni, Sjálfstæðar mæður, sýning hennar verður opnuð á laugardag.

Persónulegar myndir

Annie Ling tekur afar persónulegar myndir, hún reynir að kynnast viðfangsefninu vel, heimsækir, drekkur kaffi og eyðir tíma með þeim persónum sem hún síðan myndar. Hún hefur ferðast víða um heim, m.a. til austurblokkarinnar og Sýrlands. Hún myndar helst konur og með því segja sögu þeirra kvenna sem hún myndar, bæði samfélagslega og persónulega.

Umfjöllun í New Yorker

Annie Ling er búsett í New York, sýning hennar í Þjóðminjasafni var sýnd á Akureyri í fyrra í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna á Íslandi. Hún dvaldi á Ólafsfriði í tvo mánuði og vann að verkefninu. Í New Yorkar var fjallað um sýninguna og stöðu einstæðra mæðra á Íslandi, sem ólíkt stöðu kvenna í öðrum löndum, hafa þær íslensku möguleika á námi, vinnu, félagslífi og fl. en það er ekki alvanalegt annars staðar, heldur mæta þær fordómum og jafnvel útskúfun. Hér má fá nánari upplýsingar um Annie Ling www.annielingphoto.com og umfjöllunina í New Yorker http://www.newyorker.com/culture/photo-booth/the-independent-mothers-of-iceland Rætt var við Annie Ling í Mannlega þættinum.