Menningarveisla Sólheima þetta sumarið hófst 6. júní síðastliðinn og stendur fram eftir ágústmánuði. Veislan er með sérstöku hátíðarsniði að þessu sinni enda verður 85 ára afmæli Sólheima fagnað þann 5. júlí, á fæðingardegi Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima.
Herdís Friðriksdóttir verkefnisstjóri í Sesseljuhúsi er gestur í Samfélaginu í dag. Hún segir frá dagskrá menningarveislu Sólheima, og sérstaklega frá sýningunni Sjálfbæra heimilinu sem stendur uppi í Sesseljuhúsi.