Tveir dílaskarfar sáust á Reykjavíkurtjörn í dag. Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í líffræði, segir það afar sjaldgæft að dílaskarfar séu á tjörninni. Hins vegar sé fjöldi dílaskarfa á eyjunum úti á sundunum á nóttunni. Þeir dreifa sér síðan meðfram ströndinni í ætisleit á daginn og fljúga þá oft yfir Seltjarnarnesið og Vesturbæinn. Fólk í miðbænum sér því oft skarfa á flugi.
Gunnar segist fyrst hafa heyrt af dílaskarfi á Reykjavíkurtjörn fyrir um tveimur mánuðum. Hann segir að dílaskarfar séu fiskiætur og hornsílinn í tjörninni séu ekki hentug fæða fyrir fuglinn.