Selur 60 milljarða hlut í fjarskiptafyrirtæki

17.07.2017 - 06:55
Mynd með færslu
 Mynd: Björgólfur Thor  -  RÚV
Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, hyggst selja 60,8 milljarða króna hlut í pólska fjarskiptafélaginu Play. Hluturinn verður seldur í hlutafjárútboði í kauphöllinni í Varsjá í næstu viku. Fréttablaðið greinir frá.

Útboðið verður það stærsta í sögu Póllands, að undanskildum sölum á pólskum ríkisfyrirtækjum, að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Novator á helmingshlut í Play á móti gríska fjárfestingarfélaginu Tollerton. Fjárfestingarfyrirtækin hyggjast selja samtals 48,6 prósent hlutafjár í félaginu í útboðinu.

Í Fréttablaðinu greinir frá því að Play sé næst stærsta fjárskiptafyrirtækið í Póllandi og metið á 9,1 milljarð slot sem jafngildir 261 milljarði íslenskra króna. Fyrirtækið er með 27 prósenta hlutdeild á markaði.

 

Dagný Hulda Erlendsdóttir