Segir Þjóðverja ekkert skulda NATÓ

19.03.2017 - 18:18
Erlent · Evrópa · NATO
epa05799856 German Defence Minister Ursula von der Leyen speaks during the 53rd Munich Security Conference (MSC) in Munich, Germany, 17 February 2017. In their annual meeting, politicians and various experts and guests from around the world discuss issues
 Mynd: EPA
Þýska stjórnin andmælti í dag þeirri fullyrðingu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta frá því í gær að Þjóðverjar skulduðu Atlantshafsbandalaginu, NATÓ, stórfé. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Ursula von der Leyen varnarmálaráðherra sendi frá sér í dag. Þar segir hún að engin gögn séu til sem sýni að Þjóðverjar séu í skuld við NATÓ.

Trump sagði á Twitter í gær, degi eftir fund hans með Angelu Merkel kanslara, að Þjóðverjar skulduðu stórfé og að þeir yrðu að borga Bandaríkjunum meira fyrir að taka þátt í vörnum Þýskalands.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV