Stöðva þurfti leik Tékklands og Íslands þegar Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður, fékk spark í höfuðið.

Sauma þurfti nokkur spor í höfuðið á Guðbjörgu og var gert 5 mínútna hlé á leiknum vegna atviksins. Guðbjörg treysti sér þó til þess að halda leik áfram og hún stendur því enn á milli stanganna í marki Íslands.