25 félagar í Samtökunum '78 fluttu Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Grafarvogskirkju í dag. Árni Grétar Jóhannsson er framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Hann segir alls konar raddir á lofti um samkynhneigð og trúarlegar athafnir. Hafa verði þó í huga að í hópi hinsegin fólks sé líka mjög trúarlegt fólk og fólk sem vill geta sótt kirkju.

Árni Grétar Jóhannsson er framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Hann segir alls konar raddir á lofti um samkynhneigð og trúarlegar athafnir. Hafa verði þó í huga að í hópi hinsegin fólks sé líka mjög trúarlegt fólk og fólk sem vill geta sótt kirkju. Þess vegna sé það dásamlegt að Grafarvogskirkja taki sig til og bjóði samkynhneigt fólk velkomið á þessum degi og margir hafi tekið tækifærinu fagnandi.