Uppbygging eldsneytismarkaðarins á Íslandi og hegðun olíufélaganna er neytendum í óhag að mati Samkeppniseftirlitsins. Svonefnd samhæfð hegðun er viðhöfð og sökum þess telur eftirlitið meðal annars að neytendur hafi greitt um það bil fjórum milljörðum króna meira í eldsneyti á síðasta ári en þeir hefðu gert ef allt væri með felldu. Samhæfð hegðun þarf ekki vera í trássi við lög en kann að vera það.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlisins, fór yfir skýrsluna í Samfélaginu.