Salvador Dalí grafinn upp

26.06.2017 - 13:47
Erlent · Evrópa · Myndlist · Spánn · Mannlíf · Menning
(FILES) Photograph dated 05 May 1964 of Spanish worldwide known surrealist painter and inveterate eccentric Salvador Dalí, during his presentation of a jacket embroidered with glases at a press conference at the Hotel Maurice, in Paris. Events to mark the
 Mynd: EPA  -  EFE Files
Dómstóll á Spáni fyrirskipaði í dag að jarðneskar leifar listamannsins fræga, Salvadors Dalís, skyldu grafnar upp. Ætlunin er að fá lífsýni til að unnt verði að skera úr um hvort kona frá borginni Girona í norðausturhluta Spánar sé dóttir hans. Konan hefur höfðað mál og krafist þess að hún verði viðurkennd sem dóttir listamannsins.

Salvador Dalí hét fullu nafni Salvador Domingo Felipe Jacinto Dalí i Domènech, Marqués de Dalí de Púbol. Hann lést árið 1989, tæplega 85 ára að aldri. Dalí var jarðsettur í kirkjugarði í borginni Figueras í Katalóníu, þar sem hann fæddist árið 1904.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV