Saga hverrar listgreinar verður að vera til

25.04.2017 - 12:39
Hver þjóð verður að eiga yfirlit yfir sögu hverra listgreinar, segir Sveinn Einarsson leikstjóri og fyrrum leikhússtjóri sem á síðasta ári sendi frá sér þriðja og síðasta bindi íslenskrar leiklistar, Íslensk leiklist III, 1920-1960.

Í fyrri bindunum tveimur fjallaði Sveinn um upphaf íslenskrar leiklistar og um íslenskt leikhús, leikritun og fleira fram til ársins 1920. 

Nú ætlar Sveinn hins vegar að láta staðar numið enda hafi hann eftir 1960 verið allt of mikill þátttakandi í íslensku leikhúsi en Sveinn varð leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó árið 1963 og leikhússtjóri Þjóðleikhússins árið 1972 og gegndi því embætti í ellefu ár. 

Í þættinum Orð um bækur er rætt við Svein um íslenska leiklist, tengsl hennar við útlönd og fleira þessu tengt.

Mynd með færslu
Jórunn Sigurðardóttir
dagskrárgerðarmaður
Orð um bækur
Þessi þáttur er í hlaðvarpi