Víkingar Skautafélags Akureyrar eru Íslandsmeistarar karla í íshokkí eftir 4-0 sigur á Birninum á Akureyri í kvöld í hreinum úrslitaleik um titilinn en bæði lið höfðu fyrir leikinn í kvöld unnið tvær viðueignir í úrslitarimmunni.

Ingvar Jónsson kom Víkingum yfir í fyrsta leikhluta og þannig var staðan þar til í þriðja og síðasta leikhluta þegar Lars Foder gerði sér lítið fyrir og gulltryggði sigur norðanmanna með þremur mörkum.

Þetta er í sextánda sinn sem SA Víkingar fagna Íslandsmeistaratitlinum.