Rússar áfrýja keppnisbanni

30.08.2016 - 15:34
epa05022867 (FILE) A file picture dated 23 February 2014 of the Olympic flag (L) and the Russian flag (R) during the Closing Ceremony of the Sochi 2014 Olympic Games in the Fisht Olympic Stadium in Sochi, Russia. The ruling athletics body IAAF Council
 Mynd: EPA  -  EPA FILE
Rússneskt íþróttafólk, sem átti að keppa fyrir hönd Rússlands á ólympíumóti fatlaðra í Ríó, hefur sent Aljóðaólympíunefnd fatlaðra beiðni um að keppnisbanni Rússa á mótinu verði aflétt. Yfir 100 keppendur af þeim 266 sem áttu að keppa í Ríó hafa sent frá sér beiðni til nefndarinnar.

Rússar voru dæmdir í keppnisbann á nýafstöðnum Ólympíuleikum og var ástæðan ítrekuð lyfjamisnotkun. Þó voru ekki allir Rússar í banni en sérsambönd hverrar greinar fengu leyfi til að taka ákvörðun um hvort keppendur fengju að taka þátt eða ekki. Rússar sendu einungis einn keppanda til leiks í Ríó, langstökkvarann Daryu Klishinu. Keppnisbannið nær hins vegar yfir alla keppendur á Ólympíumóti fatlaðra óháð keppnisgrein.

Mynd með færslu
Kristjana Arnarsdóttir
íþróttafréttamaður