Rekstur borgarinnar jákvæður

27.04.2017 - 15:25
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Rekstrarkostnaður Reykjavíkurborgar var 946 millljónum króna undir áætlun og tekjur hennar 257 milljónir umfram áætlun, að því fram kemur í ársreikningi borgarinnar sem kynntur var í borgarrráði í dag og vísað svo til fyrra umræðu í borgarstjórn. Rekstur borgarinnar; A-og B-hluta var jákvæður upp á 26,5 milljarða.

Í fréttatilkynningu er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hann sé stoltur af þessari niðurstöðu og viðsnúningi sem sé ávöxtur vinnu margra. Skuldir lækki og hagræðingarmarkmið hafi náðst. í bókun sem Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í dag segir að ekki sé seinna vænna að rekstur Reykjavíkurborgarar verði betri. Það væri ótrúlegt að ekki tækist að gera árið 2016 upp með rekstrarafgangi og þrátt fyrir það sé árangur borgarinnar lakari en hjá fjórum stærstu nágrannasveitarfélögunum; skuldir A-hlutans aukist og borgin leggi hámarksútsvar á íbúa sína. 
 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV