„Maður er auðvitað brjálaður á að hafa tapað en við lítum á þetta sem svo að við höfum unnið silfrið,“ sagði Ragnar Ágúst Nathanaelsson leikmaður Þórs Þorlákshafnar eftir tap gegn KR í bikarúrslitum í dag.

„Ég er ósáttur með ýmislegt og frammistöðuna mína líka. Ætli það sé ekki besta að halda kjafti varðandi dómaranna,“ bætti Ragnar við. „Við erum ungir og erum að læra - erum virkilega ánægðir að vera hérna á móti svona sterku liði. Við stríddum þeim aðeins.“

Sjá má viðtalið við Ragnar Ágúst í heild sinni í myndskeiðinu hér að ofan.