Picassoverk selt fyrir milljarða

Erlent
 · 
Myndlist
Visitors walk around an exhibition showing works by Spanish artist  Pablo Ruiz Picasso in the "Ho-AM Art Gallery" in Seoul, Korea.  EPA PHOTO/ANBIG/-
 Mynd: EPA

Picassoverk selt fyrir milljarða

Erlent
 · 
Myndlist
16.05.2017 - 02:12.Róbert Jóhannsson
Eitt þekktustu verka spænska listamannsins Pablo Picasso seldist fyrir 45 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 4,6 milljarða króna, á uppboði í New York um helgina.. Verkið nefnist Sitjandi kona í bláum kjól, og sat Dora Maar, ein fjölmargra ástkvenna hans, fyrir á myndinni.

Maar var 31 árs þegar Picasso málaði myndina af henni árið 1939. Sjálfur var hann 58 ára. Vincent Dowd, listasérfræðingur breska ríkisútvarpsins, segir verkið eitt það besta frá þessu tímabili. Innblásturinn komi frá ástini og kraftmikilli kynferðislegri þrá að sögn Dowds.

Verkið fór á flakk í síðari heimsstyrjöldinni. Nasistar lögðu hald á málverkið, en á leið sinni frá París til Moraviu stöðvaði franska andspyrnuhreyfingin för þeirra og náði verkinu. 

Einhverjum kann að þykja 4,6 milljarðar dágóð upphæð fyrir málverk, en Picassoverk hefur þó farið fyrir hærri upphæð. Konurnar frá Algeirsborg voru seldar fyrir 179 milljónir dala í Christie's uppboðshúsinu árið 2015, jafnvirði um 18,4 milljarða króna, sem er metupphæð fyrir málverk.
 

Tengdar fréttir

Myndlist

24 milljarðar fyrir Picasso-verk