Örvarpinn afhentur í þriðja sinn

Afþreying
 · 
Örvarpið
 · 
Menningarefni
Mynd með færslu
Verðlaunahafar Örvarpsins 2015, Garðar Ólafsson, Eyþór Jóvinsson og Atli Þór Einarsson.  Mynd: Örvarpið

Örvarpinn afhentur í þriðja sinn

Afþreying
 · 
Örvarpið
 · 
Menningarefni
Örmyndin Amma, eftir Eyþór Jóvinsson, hlýtur fyrstu verðlaun í Örvarpinu – örmyndahátíð RÚV. Örvarpið er vettvangur fyrir upprennandi, skapandi og framsækið fólk í kvikmyndalist og voru úrslitin tilkynnt á uppskeruhátíð sem fram fór í Bíó Paradís laugardaginn var.
Amma, sigurmynd Örvarpsins 2016, eftir Eyþór Jóvinsson.

Von eftir Atla Þór Einarsson hlaut sérstok hvatningarverðlaun og myndin Breakfast eftir Garðar Ólafsson hlaut áhorfendaverðlaun. Öll verðlaun voru í boði Nýherja, umboðsaðila Canon á Íslandi.

Von, mynd Atla Þórs Einarssonar.
Breakfast, mynd Garðars Ólafssonar.

Þetta er þriðja starfsár Örvarpsins á RÚV. Hafið var að taka á móti innsendum örmyndum síðasta haust og voru þátttakendur hvattir til að gera tilraunir með örmyndaformið. Allt var leyfilegt, en eðli málsins samkvæmt máttu myndirnar ekki vera langar, helst skemmri en fimm mínútur að lengd. Sérstök valnefnd valdi vikulega eitt verk til sýningar á vefsvæði Örvarpsins fram eftir hausti. Horfa má á myndirnar sem tóku þátt í hátíðinni hér.

Dómnefnd skipuðu Ása Helga Hjörleifsdóttir Magnús Leifsson og Laufey Elíasdóttir. Þær 14 myndir sem voru sýndar á hátíðinni voru valdar af Dögg Mósesdóttur og Sindra Bergmann.