Orsakir skógarelda margþættir

19.06.2017 - 16:51
Þriggja daga þjóðarsorg er í Portúgal eftir manntjónið sem varð í skógareldunum þar í landi um helgina. 62 létust Pedrogao Grande héraði.

Skógareldar algengir í Portúgal

Portúgal er skógivaxnasta land Evrópu, en skógar þekja 38% landsins - bæði náttúrulegir skógar og nytjaskógar sem ræktaðir hafa verið upp og þá jafnvel með trjáplöntum annars staðar frá.  Skógareldar hafa verið tíðir í Portúgal og yfirvöld hafa fengið orð í eyra fyrir að sinna ekki varúðarráðstöfunum nógu vel.

Oft má rekja orsaka til mannsins

Skógareldar hafa fylgt jörðinni frá örófi alda. Orsakir skógarelda voru fyrir komu mannsins náttúrulegar, en á síðari öldum hefur oft mátt rekja þá til mannsins. Á undanförnum árum hafa skæðir skógareldar valdið miklu tjóni á eignum og mannvirkjum í Kaliforníu, Alberta í Kanada, Ástralíu, Kanaríeyjum og Portúgal.  Aðalsteinn Sigurgeirsson fagmálastjóri skógræktarinnar hefur kynnt sér skógarelda og áhrif þeirra og sagði frá þeim í Speglinum.

Mynd með færslu
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV
Spegillinn
Þessi þáttur er í hlaðvarpi