Ein öld er liðin síðan Halldór Laxness, þá 17 ára sveitastrákur úr Mosfellsdal, gaf út sína fyrstu skáldsögu, Barn náttúrunnar. Það var upphafið að gifturíkum skáldaferli sem náði hápunkti sínum árið 1955 þegar skáldið var sæmt Nóbelsverðlaununum í bókmenntum.

Af þessu tilefni komu Hólmfríður Matthíasdóttir, útgefandi hjá Forlaginu og Auður Jónsdóttir, rithöfundur og barnabarns Halldórs á Morgunvaktina og sögðu frá sýningu sem verður opnuð í dag á Landsbókasafni Íslands. Sýningin ber yfirskriftina „Að vera kjur eða fara burt?“. 

Þær ræddu um hlutverk skáldsins í fortíð og nútíð, erindi hans við unga lesendur, áhuga erlendra ferðamanna á verkum Halldórs og margt fleira. 

Hægt er að hlusta á spjallið við Hólmfriði og Auði í spilaranum hér að ofan.