Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslandsmet í 800 metra hlaupi innanhúss þegar hún hljóp hringina fjóra á 2:01,82 mínútum og bætti gamla metið um eina og hálfa sekúndu. Eldra met Anítu innanhúss var 2:03,27.

Hlaupið er hluti af alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum. Hlaupsins hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki síst vegna þess að Aníta atti kappi við hina írsku Rose-Anne Galligan og þá þýsku Aline Krebs. Aníta var fremst frá upphafi og fljótlega varð ljóst að aðrir keppendur ættu ekki von á að bera sigur úr býtum í hlaupinu.