Nýr formaður VR gagnrýnir verkalýðsforystuna

14.03.2017 - 22:34
Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formaður VR, segist hafa lagt mikla áherslu á það í kosningabaráttunni að færa verkalýðshreyfinguna til fólksins og hlusta á fólkið, sem honum finnst hafa skort á hjá verkalýðsforystunni. Þá gagnrýnir hann að verkalýðsforystan hafi ekki beitt sér í stórum kjaramálum, svo sem húsnæðismálum og vaxta- og verðtryggingarmálum. Rætt var við Ragnar Þór í fréttum RÚV í kvöld.
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV