Um 120 manns voru staddir nálægt gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi í gær, þegar nýja sprungan opnaðist þar. Um 50 þeirra voru flutt í burtu með þyrlum.

Um 120 manns voru staddir nálægt gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi í gær, þegar nýja sprungan opnaðist þar. Um 50 þeirra voru flutt í burtu með þyrlum. Myndir af þessu sem og loftmyndir sem Freyr Arnarson, myndatökumaður Sjónvarps, tók snemma í morgun er hægt að sjá hér á vefnum. Óli Þór Hilmarsson, fararstjóri hjá Útivist, var staddur með tíu manna hóp á Bröttufannartindi upp af Goðalandi í gærkvöldi. Þau sáu lítinn strók koma upp á nýjum stað nálægt gígnum sem fyrir var og hvar jörðin opnaðist. Fólk hafi haldið niður í Þórsmörk eftir að tilkynning kom um að rýma svæðið.

 

Hér má horfa á loftmyndirnar sem teknar voru í morgun.

Hér má horfa á myndir sem teknar voru í návígi við nýju sprunguna í gær.

Hér má horfa á myndir sem teknar voru í Hrunagili í gær.