Frábært band

Davíð Þór segir að það að semja tónlist við myndina hafi verið krefjandi, bæði fyrir sig og Lúðrasveitina Svan, sem hann hælir á hvert reipi.

„Ég tek ofan fyrir þeim. Það er flott orka í hópnum og  margir flottir tónlistarmenn þarna inni. Fólk lifir einhverju lífi, mætir á æfingar á mánudagskvöldum og þarf svo bara að spila þarna nýja tónlist við rúmlega klukkutíma langa mynd.“

Davíð þekkir ágætlega til starfsemi lúðrasveita. „Ég byrjaði átta ára sem trommari í lúðrasveit, í Skólahljómsveit Akraness og var í þessu í mörg ár. Ég því þessa félagsmiðstöð mjög vel og þetta var frábær skóli.“

Nánari upplýsingar um sýninguna má finna hér, en viðtal við Davíð Þór og upptökur frá æfingum má heyra hér fyrir ofan.