Níundi metdagurinn í röð

07.08.2017 - 20:43
epa06122100 Traders work at the Closing Bell as the Dow Jones industrial average closes above 22,000 the floor of the New York Stock Exchange in New York, New York, USA, on 02 August 2017. The Dow closed at 22016 today, the sixth record day for the
 Mynd: EPA
Dow Jones hlutabréfavísitalan náði nýjum hæðum í dag og stóð í 22.118,42 stigum við lok viðskipta. Þetta er níundi dagurinn í röð, þegar opið er fyrir viðskipti, sem nýtt met er sett í hlutabréfavísitölunni í lok dags. Nýtt met var líka sett í viðskiptum sem falla undir Standard & Poor's 500 hlutabréfavísitöluna. Hún stóð í 2.480,91 stigi í lok dags.

Hlutabréf í nokkrum fyrirtækjum í Dow Jones hlutabréfavísitölunni hækkuðu um eitt prósent eða meira í dag. Þeirra á meðal eru tölvuframleiðandinn Apple, flugvélarisinn Boeing, Goldman Sachs bankinn og Wal-Mart verslanakeðjan. 

Hækkanirnar eru einkum raktar til jákvæðra afkomutalna fyrirtækja á öðrum ársfjórðungi. Þá reyndust nýjar tölur um þátttöku á vinnumarkaði jákvæðari en við hafði verið búist. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV