Níu fórust í flóði í Arizona

17.07.2017 - 08:53
Tonto Search and Rescue volunteers search for missing swimmers near the Water Wheel Campground on Sunday morning, July 16, 2017, in the Tonto National Forest, Ariz., following Saturday's deadly flash-flooding at a normally tranquil swimming area in
Menn við leit í Arizona.  Mynd: ASSOCIATED PRESS  -  Payson Roundup
Níu fórust, þar af sex börn, þegar vatn flæddi niður í gjá þar sem er vinsæll sundstaður í Tonto-þjóðgarðinu í Arizona í Bandaríkjunum í fyrradag. Eins manns er saknað.

Að sögn lögreglu hafði fólkið verið í gjánni að fagna afmæli. Flóðið hefði komið þeim í opna skjöldu. Varað hefði verið við þrumuveðri og hættu á flóðum, en fólkið hefði líklega ekki verið í símasambandi og því ekki borist nein viðvörun. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV