Tónlistarmaðurinn og goðsögnin Nik Kershaw var gestur Popplands í dag. Hann tók nokkur lög í beinni útsendingu sem hægt var að fylgjast með í hljóði og mynd á Facebook og hér á RÚV.is. Upptökuna má sjá hér að ofan.
Kershaw naut mikilla vinsælda á miðjum níunda áratug síðustu aldar en slagarar hans á borð við „Wouldn't It Be Good“, „The Riddle“ og „I Won't Let the Sun Go Down on Me“ eru á meðal þekktustu laga áratugarins. Kollegi hans, Elton John, hefur áður sagt að Nik Kershaw sé besti lagahöfundur sinnar kynslóðar, hvorki meira né minna.
Nik Kershaw kemur fram á rokksögutónleikum með Todmobile í Eldborgarsal Hörpu í kvöld, þar sem þekktustu lög beggja flytjenda verða flutt. Hann hitaði upp í Popplandi á Rás 2 klukkan 11.30 í dag. Bein útsending var á Facebook síðu Rásar 2, og hér á RÚV.is.