Myndskeið af Skaftárhlaupi

01.10.2015 - 18:29
Mynd með færslu
 Mynd: Páll Jökull Pétursson  -  RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Páll Jökull  -  RÚV
Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi, sem er efsti bærinn í austanverðri Skaftártungu, tók þessi tvö myndskeið í dag - annað rétt fyrir neðan veginn sem rofnaði inn í Skaftárdal en hitt þegar beljandi jökulhlaupið er að brjóta sér leið í gegnum varnargarð.
Páll Jökul Pétursson sendi ljósmyndirnar til fréttastofu í kvöld en þær tók hann inn við Skaftárdal um klukkan 18. Hættustigi hefur verið lýst yfir vegna hlaupsins. Veðurfar undanfarinna daga með mikilli úrkomu veldur aukinni óvissu um áhrifasvæði flóðsins, að því er fram kom í tilkynningu frá Almannavörnum í dag. Fréttamaður RÚV var við jökulsporðinn og sá hvernig jökulhlaupið frussaðist út.
 

Fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum að hlaupið hafi aukist hraðar en sést hafi í fyrri hlaupum.  

Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV