Fyrir 50 árum urðu skipverjar á Ísleifi III VE fyrstir varir við eldsumbrot í sjónum suðvestur af Geirfuglaskeri. Surtseyjargos var hafið og stóð með hléum í tæp fjögur ár. Það var lengsta eldgos á sögulegum tíma hér á landi.
Surtsey er mest rannsakaða eldfjallaey heims. Hún var friðuð árið 1965 á meðan gos stóð yfir. Aðeins vísindamenn koma til Surtseyjar og hún er á heimsminjaskrá UNESCO.
Hermann Kjartansson tók þessar ljósmyndir af eldsgosinu árið 1963. Eigandi myndanna, Guðbjörn Haraldsson, gaf RÚV góðfúslega leyfi til að birta þær.