Júlían Jóhann Karl Jóhannsson setti Evrópumet fullorðinna í réttstöðulyftu á WOW Reykjavíkurleikunum (RIG) í gær. Hann gerði sér lítið fyrir og reif upp 365 kíló í lokatilraun sinni. Sóley Jónsdóttir setti svo Evrópumet í hnébeygju.

Fjölmörg met voru sett í kraftlyfingakeppni RIG í gær en Evrópumetin standa upp úr hjá Íslendingunum.

Júlían er nýorðinn 24 ára gamall og þar með nýfarinn að keppa í fullorðinsflokki. Hann bætti sinn besta árangur verulega í gær og kórónaði það með Evrópumeti í réttstöðulyftu, 365 kíló.

Sóley Jónsdóttir keppir í flokki 14-18 ára en hún er sjálf 15 ára. Hún setti Evrópumet í þeim flokki þegar hún lyfti 170 kílóum í hnébeygju.

Evrópumet þeirra Júlíans og Sóleyjar má sjá í spilaranum hér að ofan.

Samantekt frá kraftlyftingakeppninni verður sýnd á RÚV í kvöld klukkan 22:20.