Víkingar Skautafélags Akureyrar fögnuðu sigri á Skautafélagi Reykjavíkur í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí.

Liðin mættust fyrir norðan og fögnuðu heimamenn 3-1 sigri og hafa nú yfir í einvíginu 2-1.
Staðan var jöfn 1-1 fyrir lokaleikhlutann en í honum gerði SA tvö mörk án þess að SR tækist að skora og sigurinn því norðanmanna.
 
Ben DiMarco gerði öll þrjú mörk SA í leiknum en Bjarki Jóhannesson skoraði fyrir SR.
 

Liðin mætast fyrir norðan í kvöld í fjórða sinn en fjóra sigra þarf til að verða meistari.  

Mörkin úr leiknum má sjá í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Einnig eru viðtöl við Sigurð Svein Sigurðsson úr SA og Arnþór Bjarnason úr SR.

Beðist er velvirðingar á myndgæðum en nokkur móða safnaðist á linsu myndatökumanns í gær.