Læknar og starfsfólk Landspítalans björguðu með undraverðum hætti lífi manns, sem var stunginn með hnífi í hjartað. Á myndbandi sem tekið var í aðgerðinni má sjá hvernig læknir hnoðar hjartað með berum höndum til að koma af stað blóðflæði til heilans en maðurinn hafði misst fjóra lítra af blóði.

Viðkvæmir eru varaðir við myndunum sem birtast í þessari frétt. Nánar verður fjallað um aðgerðina í Kastljósi í kvöld. Í fréttinni er rætt við Ellen Björnsdóttur hjúkrunarfræðing, Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlækni, og Guðmund Fr. Jóhannsson, sérfræðing í bráðalækningum.