Karl Sigurðsson sviðstjóri hjá Vinnumálastofnun segir að misræmi sé milli menntunar og starfa hér á landi og þörf sé fyrir að nýta gögn Hagstofunnar til að greina vinnumarkaðinn til framtíðar. Hann segir að gera megi ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist hér á landi um eitt til eitt og hálft prósentustig milli ára vegna falls WOW og tengdra fyrirtækja. Fari úr 2,3 prósentum 2018 í yfir þrjúprósent á þessu ári

Hægir á í atvinnulífinu

Karl segir að nýskráningar hjá Vinnumálastofnun hafi verið fleiri en gengur og gerist áður en WOW air varð gjaldþrota. Almennt hafi verið að hægja á í samfélaginu og fólk úr öllum atvinnugreinum með ólíka starfsreynslu hafi skráð sig.

„Það má gera ráð fyrir að atvinnuleysi hækki um kannski eitt til eitt og hálft prósentustig á milli ára verði sem því nemur hærra á þessu ári heldur en á síðasta ári þegar upp er staðið. Við vorum að gæla við það að atvinnuleysi myndi ekki aukast nema um kannski hálft prósent svona fyrir þrem fjórum mánuðum á þessu ári en það má gera ráð fyrir að það verði töluvert meira í ljósi þess að flugfélagið hætti alveg störfum í staðinn fyrir að við gerðum auðvitað ráð fyrir að það myndi minnka umsvifin töluvert.
 
Þannig að það er svona eitt til eitt og hálft? Já, það má gera ráð fyrir því að atvinnuleysi sem var 2,3 prósent á árinu 2018 að það verði þá þrjú komma eitthvað prósent á þessu ári þegar upp er staðið.  

Fjölmargir hafa velt fyrir sér hvot fall WOW air verði til þess að betur tekst að manna Landspítalann og auðveldara verði að ráða kennara í grunnskóla landsins í haust. Karl segir að flugfreyjur og flugþjónar séu ekki endilega með heilbrigðismenntun.

Ég held að það sé ekki eins mikið hjá WOW air eins og menn eru að tala um og svona gantast með, svona almennt, en að einhverju marki má gera ráð fyrir því. Það er þá bara ágætt í sjálfu sér að það séu störf til sem standa því fólki til boða sem hafa þá menntun.“

Ekki alsherjarsamdráttur 

Störfum hafi fjölgað á hverju ári frá 2012 - samtals um líklega kringum 25 til 30 þúsund störf. Framan af var fjölgunin aðallega í ferðaþjónustu en síðustu tvö til fjögur ár hafi þeim farið að fjölga í byggingariðnaði. Á árunum 2017 og 2018 fjölgaði störfum í fleiri atvinnugreinum sem bendir til að eftirspurn í flestum atvinnugreinum hafi verið að aukast og þenslan að ná út til samfélagsins alls.

„Meðal annars vegna þess að hið opinbera hefur verið að leggja meiri í fjármuni í uppbyggingu í heilbrigðis- og felagsþjónustu. Hið opinbera og sveitarfélaögin eru farin að hafa meira svigrúm til að efla hjá sér þjónustuna og við gerum ráð fyrir að það haldi áfram. Það er aukin þjónustuþörf, uppsöfnuð m.a. vegna þess að menn héldu að sér höndum í kjölfar hrunsins líka tengt öldrun þjóðarinnar að þá er orðin aukin þjönustuþörf í heilbrigðis og félagsþjónustu. Og það má gera ráð fyrir að ríki og sveitarfélög haldi áfram að sinna því á meðan þau hafa bolmagn til.  Það er verið að leggja aukna fjármuni í innviðauppbyggingu  ýmsa vegagerð  og byggingu spítalans o.s.frv.  Áfram erum við að sjá ágætan gang í ýmsum atvinnugreinum og ég held að það sé ekki stórt áhyggjuefni að það verði neinn alsherjarsamdráttur í samfélagin þrátt fyrir þetta áfall.“ 

Fólk flutt inn til að vinna í ferðaþjónustu

Misræmi hafi verið í menntun fólks hér og framboði starfa. Aukin aðsókn hafi verið í háskólamenntun.  

„Hér urðu auðvitað til mörg störf ferðaþjónustu sem að stórum hluta til krefjast ekki mikillar menntunar. Þannig að það má segja að það hafi orðið ákveðið misræmi á milli þess og það er leyst með því að það er fólk að flytjast hingað í töluverðum mæli erlendis frá til að sinna þessum störfum. Þannig að misræmið hefur verið þar en síðan sjáum við þetta líka að það hefur verið skortur á háskólmenntuðu fóki í ákveðnum greinum eins og við vorum að nefna hérna áðan, hjúkrunarfræðingum og ýmsu heilbrigðisstarfsfólki. Og það stafar af samkeppni við aðrar greinar. Við sáum þetta á árunum fyrir hrun að þá var fjármálageirinn að draga til sín fólk úr heilbrigðisþjónustunni og verkfræðigeiranum o.s.frv.“   

Greina þarf þörf fyrir menntun til framtíðar

Karl segir að æskilegt sé að afla betri upplýsinga og greina menntunarþörfina betur, vera með sýn til framtíðar. Vinnumálastofnun og fleiri hafa unnið í því í samráði við stjórnvöld að koma með tillögur um færnispá eða færnigreiningu sem myndi nýtast stjórnvöldum í stefnumótum, nýtast þeim sem skipuleggi námsframboð. 

„Þannig að fólk fari inn í þær greinar þar sem að búast má við að eftirspurnin verði þegar til lengri tíma er litið. 

Hversu vel eru Íslendingar í stakk búnir til að meta þetta eða sjá svona fyrir? Ég held að við ættum alveg geta gert þetta ef við leggjum meiri fjármuni í það að nýta þau gögn sem eru til staðar til þess að gera þessar greiningar og draga saman upplýsingar með skipulagðari hætti að þá ættum við að vera ágætlega í stakk búin. Við sjáum að löndin í kringum okkur, flest Evrópuríki hafa verið að gera þetta til lengri eða skemmri tíma og þetta eru mjög gangleg tól sem menn hafa þar, sem menn eru að draga saman þær upplýsingar sem liggja fyrir í vinnumarkaðsrannsóknum og í þeim gagnagrunnum sem t.d. Hagstofan býr yfir til að leggja mat á hver þróunin muni verða til t.d. næstu fimm, tíu, fimmtán ára kannski.   

Er brýnt að við gerum þetta? Að mínu mati er það það og ég held að flestir séu sammála um það sem hafa verið að skoða þetta að það sé brýnt að hafa öflugri tól af þessu tagi í höndum.   

Ef við værum að nota þessi tól hverju breytti það? Eins og háskólarnir, þá myndu þeir geta boðið upp á markvissara nám og námsráðgjafar í skólum sem eru að leiðbeina fóki um námsval ættu að hafa betri upplýsingar í höndum. Stjórnvöld, þegar þau eru að útdeila fjármunum til menntastofnana og til sí- og endurmenntunar hafi þá skýrari sýn hvert er best að beina þeim fjármunum o.s.frv.“