Ragna Fossberg lauk síðustu vaktinni sinni á Ríkisútvarpinu í kvöld en hún hefur farðað í 47 ár. Jón Jónsson söngvari og hagfræðingur reiknaði lauslega út hversu marga Ragna hefur farðað á starfsævi sinni og niðurstaðan var nokkrar milljónir sminka.

Þegar Ragna byrjaði að farða var Sjónvarpið í svart hvítu en núna eru útsendingarnar í háskerpu. Ragna segir að munurinn sé mikill.